Hagsmunir hverra ráða? Upplifun stjórnenda og sérfræðinga á áhrifum birtinga umsækjendalista á umsækjendur í opinberum ráðningum

Höfundar

  • Sigríður Pétursdóttir
  • Svala Guðmundsdóttir
  • Erla S. Kristjánsdóttir

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2017.14.2.4

Lykilorð:

Mannauðsstjórnun, opinberar ráðningar, stjórnendur, sérfræðingar, fælingarmáttur.

Útdráttur

Birting umsækjendalista í opinberum ráðningum er umræðuefni sem heitar umræður skapast oft um. Grein þessi byggist á niðurstöðum úr rannsókn þar sem skoðuð var reynsla og upplifun stjórnenda og sérfræðinga á áhrifum birtingar lista yfir umsækjendur í opinberum ráðningum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er ákveðinn fælingarmáttur fólginn í birtingunni. Tekin voru viðtöl við stjórnendur og sérfræðinga sem hafa reynslu af ráðningum og þekkingu á áhrifum birtingar umsækjendalista á umsækjendur í opinberum ráðningum. Leitast var við að öðlast frekari skilning á ferli opinberra ráðninga og hvort þessir sérfræðingar teldu að birtingin hefði fælingarmátt. Rannsóknargögnin voru túlkuð og greind samkvæmt fyrirbærafræðilegri aðferðafræði. Niðurstöður sýna fram á að þeir stjórnendur og sérfræðingar sem leitað var til í þessari rannsókn telja að fælingarmáttur í birtingu á umsækjendalistum í opinberum ráðningum sé afar mikill. Talið er að um 10-35% umsækjenda dragi umsókn sína til baka. Þetta getur haft mjög neikvæð áhrif á ráðningarferlið í heild. Nafnbirting getur því leitt til þess að hæfasti umsækjandinn sækir ekki um starfið. Í lokin gefa niðurstöður rannsóknarinnar einnig til kynna að kerfisbundin birting á listum yfir umsækjendur þarfnist endurskoðunar. Þannig má auka líkur á því að sá hæfasti verði ráðinn og að fagmennska ráði för í umsóknar- og ráðningarferli í opinberum ráðningum.

Um höfund (biographies)

Sigríður Pétursdóttir

MS í Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Svala Guðmundsdóttir

Dósent við Háskóla Íslands.

Erla S. Kristjánsdóttir

Lektor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

19.12.2017

Hvernig skal vitna í

Pétursdóttir, S., Guðmundsdóttir, S., & Kristjánsdóttir, E. S. (2017). Hagsmunir hverra ráða? Upplifun stjórnenda og sérfræðinga á áhrifum birtinga umsækjendalista á umsækjendur í opinberum ráðningum. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 14(2), 67–80. https://doi.org/10.24122/tve.a.2017.14.2.4

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)