Þættir sem hafa áhrif á stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi: Heildarmynd sýnd með áhrifariti
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.1.5Lykilorð:
Staða kynjanna, áhrifarit, fjölskylduábyrgð, staðalmyndir, frami kvenna.Útdráttur
Krafa um jafna stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi hefur verið áberandi undanfarin misseri, því þrátt fyrir að margt hafi áunnist er enn talsverður kynjamunur til staðar, t.d. hvað varðar laun og hlutfall kynja í stjórnunar- og stjórnendastöðum. Mikið hefur borið á kröfunni um að konur fái laun til jafns við karla og tilraunir gerðar til að fá konur til starfa í dæmigerðum karlastéttum og karla í dæmigerðum kvennastéttum. Staða kynjanna í atvinnulífinu er flókið fyrirbæri sem hefur verið rannsakað bæði á Íslandi og erlendis. Það sem einkennir slíkar rannsóknir er að þær snúast í flestum tilvikum um afmarkaðan þátt viðfangsefnisins, t.d. launamun kynjanna, kvennastéttir, tilvist glerþaks eða mun á stjórnarháttum kynjanna. Tilgangurinn með þessari grein er að draga upp heildarmynd af því flókna viðfangsefni sem staða kynjanna í íslensku atvinnulífi er, með því að greina meginatriði málsins og áhrif þeirra hvert á annað og sýna með einu áhrifariti. Niðurstöðurnar eru meðal annars afrakstur átta rýnifunda um viðfangsefnið í heild eða einstaka mikilvæga þætti þess. Meginframlag greinarinnar er sú heildarmynd sem fæst og sýnd er með áhrifariti. Þrír þættir koma fram sem sérstaklega mikilvægir þættir heildarmyndarinnar, en það eru ólík fjölskylduábyrgð, staðalmyndir kynjanna og frami kvenna í fyrirtækjum. Áhrifaritið gagnast sem grunnur að frekari rannsóknum, ásamt því að hafa hagnýtt gildi fyrir þá sem vinna að því að bæta stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi.Niðurhal
Útgefið
20.06.2019
Hvernig skal vitna í
Ólafsson, S., Kristjánsdóttir, E. S., Jóhannsdóttir, L., & Christiansen, Þóra H. (2019). Þættir sem hafa áhrif á stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi: Heildarmynd sýnd með áhrifariti. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 16(1), 71–88. https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.1.5
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.