Hönnun starfa og starfsánægja í sérfræðistörfum hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga og stjórnenda
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.1.7Lykilorð:
Hönnun starfa, starfsánægja, hjúkrunarfræðingar, verkfræðingar, stjórnendur.Útdráttur
Markmið greinarinnar er að greina áhrif hönnunarþátta og einkenna sérfræðistarfa á starfsánægju meðal hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga og stjórnenda hér á landi og gera samanburð á því hvað einkennir störf þessara þriggja sérfræðistétta. Niðurstöður byggja á gögnum sem safnað var árið 2018 meðal einstaklinga í þremur ofangreindum sérfræðistörfum og er heildarfjöldi svarenda 342 og svarhlutfallið 32%. Hönnun starfa var mæld í fjórum víddum. Þær eru einkenni verkefna, einkenni þekkingar, félagsleg einkenni og samhengi starfs og alls 21 undirþætti. Niðurstöður sýna jákvætt samband milli starfshönnunar og starfsánægju, þar sem tengsl milli einkenna verkefna og starfsánægju voru sterkust og skýra undirþættir starfshönnunarlíkansins 35% af dreifni í starfsánægju. Ekki greinist munur á almennri starfsánægju þessara þriggja sérfræðihópa en munur greinist á mati stjórnenda og hjúkrunarfræðinga á einkennum verkefna og meta stjórnendur þau hærra en hjúkrunarfræðingar. Verkfræðingar og stjórnendur meta jafnframt félagsleg einkenni starfs síns og samhengi starfsins hærra en hjúkrunarfræðingar á meðan hjúkrunarfræðingar meta einkenni þekkingar hærra en verkfræðingar. Þeir undirþættir sem hafa mest áhrif á starfsánægju ofangreindra sérfræðinga eru fjölbreytni verkefna, endurgjöf frá öðrum, sjálfstæð ákvarðanataka, vinnuaðstæður og mikilvægi starfs. Niðurstöður benda til þess að svigrúm sé til staðar til þess að bæta endurgjöf frá öðrum fyrir alla sérfræðihópana þrjá. Þá megi bæta vinnuaðstæður og sjálfstæði í ákvörðunartöku hjá hjúkrunarfræðingum og skapa sterkari upplifun á mikilvægi starfsins meðal verkfræðinga og stjórnenda.Niðurhal
Útgefið
20.06.2019
Hvernig skal vitna í
Einarsdóttir, A., Gunnarsdóttir, S., Eðvarðsson, I. R., Óladóttir, Ásta D., Minelgaite, I., & Guðmundsdóttir, S. (2019). Hönnun starfa og starfsánægja í sérfræðistörfum hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga og stjórnenda. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 16(1), 111–128. https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.1.7
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.