Jafnréttisskorkort fyrir íslenskt atvinnulíf

Höfundar

  • Snjólfur Ólafsson
  • Lára Jóhannsdóttir
  • Sigríður Finnbogadóttir
  • Erla S. Kristjánsdóttir
  • Þóra H. Christiansen
  • Þórunn Sigurðardóttir

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2020.17.2.4

Lykilorð:

Staða kynjanna, skorkort, mælikvarðar, atvinnulíf, frami kvenna.

Útdráttur

Í íslensku atvinnulífi er talsverður kynjahalli þrátt fyrir aðgerðir sem ætlað er að draga úr honum. Hér hallar á konur. Því er kallað eftir bættri stöðu, t.d. varðandi laun og kynjahlutfall í stjórnunarstöðum. Þetta er flókið viðfangsefni en mikilvæg atriði hafa verið dregin fram í áhrifariti sem sýnir meginatriðin og hvernig þau tengjast innbyrðis. Meðal helstu atriða eru launamunur kynjanna, fjölskylduábyrgð, frami kvenna innan fyrirtækja og staðalmyndir kynjanna. Markmið rannsóknarinnar er að draga fram á skipulegan hátt safn mælikvarða, í formi jafnréttisskorkorts, til að meta stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi. Rannsóknarspurningarnar sem lagt var upp með voru: Hvaða safn mælikvarða, sett fram í jafnréttisskorkorti, gefur heildarmynd af stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi? og Hver er staða kynjanna í íslensku atvinnulífi samkvæmt jafnréttisskorkortinu? Niðurstöðurnar og meginframlag rannsóknarinnar er jafnréttisskorkortið sem og samantekt tölulegra gagna sem tengjast mælikvörðum í skorkortinu. Jafnréttisskorkortið getur gagnast í rannsóknum til að sýna stöðu kynjanna og hvernig hún þróast. Það hefur einnig hagnýtt gildi fyrir þá sem vinna að því að jafna stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi, hvort heldur sem er stjórnvöld eða aðilar vinnumarkaðarins.

Um höfund (biographies)

Snjólfur Ólafsson

Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Lára Jóhannsdóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Sigríður Finnbogadóttir

Sérfræðingur; MS í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Erla S. Kristjánsdóttir

Dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Þóra H. Christiansen

Aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Þórunn Sigurðardóttir

Hjúkrunarfræðingur með MS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

09.10.2020

Hvernig skal vitna í

Ólafsson, S., Jóhannsdóttir, L., Finnbogadóttir, S., Kristjánsdóttir, E. S., Christiansen, Þóra H., & Sigurðardóttir, Þórunn. (2020). Jafnréttisskorkort fyrir íslenskt atvinnulíf. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 17(1), 55–88. https://doi.org/10.24122/tve.a.2020.17.2.4

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)