...hvað segið þið strákar? Upplifun kvenmillistjórnenda af stöðu sinni, möguleikum og hindrunum í starfi

Höfundar

  • Unnur Dóra Einarsdóttir
  • Erla S. Kristjánsdóttir
  • Þóra H. Christiansen

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.%25x

Lykilorð:

Jafnrétti, kvenmillistjórnendur, kynjabjögun, sjálfstraust, staðalímyndir, tengslanet.

Útdráttur

Hægt gengur að jafna stöðu kynjanna í efstu stjórnunarþrepum fyrirtækja á Íslandi. Í rannsókninni er sjónum beint að konum sem gegna stöðum millistjórnenda í stórum eða meðalstórum fyrirtækjum og eru því í hópi mögulegra yfirstjórnenda framtíðarinnar. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning á upplifun og reynslu kvennanna af stöðu sinni, hindrunum og möguleikum til starfsþróunar. Viðtöl við þær voru greind og túlkuð eftir aðferðum fyrirbærafræðinnar. Helstu niðurstöður benda til þess að flókinn vefur óáþreifanlegra hindrana sé til staðar í formi karllægrar menningar, viðhorfa, formgerða fyrirtækja sem og langlífra staðalímynda. Konurnar upplifa efsta stjórnunarlagið sem lokaða karlaklíku; yfirstjórnendastörfin sem sniðin að þörfum og aðstæðum karlmanna og að þær geti ekki bætt á sig frekari ábyrgð; vinnusemi og vandvirkni þeirra finnst þeim ekki metin að verðleikum og loks máta þær sig í hlutverk yfirstjórnandans og áfellast sjálfar sig fyrir að falla ekki að staðalímyndinni. Í sameiningu draga þessir þættir úr sjálfstrausti kvennanna og þrótti til að sækjast eftir hærri stöðum ásamt því að valda þeim álagi og um leið viðhalda raunverulegum vanda ójafnréttis kynjanna í æðstu stjórnendastöðum fyrirtækjanna.

Um höfund (biographies)

Unnur Dóra Einarsdóttir

MS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Erla S. Kristjánsdóttir

Lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Þóra H. Christiansen

Aðúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

30.06.2017

Hvernig skal vitna í

Einarsdóttir, U. D., Kristjánsdóttir, E. S., & Christiansen, Þóra H. (2017). .hvað segið þið strákar? Upplifun kvenmillistjórnenda af stöðu sinni, möguleikum og hindrunum í starfi. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 14(1), 1–24. https://doi.org/10.24122/tve.%x

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)