Viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélaga eftir stærð þeirra, metin í fjölda íbúa

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2025.22.2.3

Lykilorð:

Viðhorf íbúa, þjónusta sveitarfélaga, aðhvarfsgreining, raðkvarðalíkan

Útdráttur

Rannsóknin hverfist um þjónustustig sveitarfélaga og hvort stærð sveitarfélaga út frá fjölda íbúa hafi áhrif á afstöðu þeirra. Almennt séð er talið að stærðarhagkvæmni sé í rekstri sveitarfélaga og því ættu fjölmennari sveitarfélög að geta veitt betri þjónustu en þau fámennari. Í ljós kemur að þetta er breytilegt eftir því hvaða þjónustu er um að ræða. Einnig er áhugavert að sjá að þetta samband er yfirleitt ekki línulegt á milli stærðar og ánægju íbúa. Stuðst var við stóran gagnagrunn Íbúakönnunar landshlutanna þar sem nærri 29.000 tóku þátt árin 2016, 2017, 2020 og 2023. Í könnuninni voru þátttakendur spurðir um viðhorf þeirra til ýmissar þjónustu í þeirra sveitarfélagi eins og grunnskóla, leikskóla og 18 aðra þætti sem hafa verið á ábyrgð sveitarfélaga að hluta til eða öllu leyti. Gæði þjónustunnar byggja því á mati íbúanna þar um. Í rannsókninni var einnig skoðað hvort fleiri þættir en stærð sveitarfélagsins hafi haft áhrif á afstöðu íbúa til þjónustunnar. Þar má nefna víðfeðmi sveitarfélaga (stærð í ferkílómetrum talið), ör vöxtur þeirra og fjöldi þjónustukjarna svo fáeinir séu nefndir. Þess utan gafst kostur á að meta hvernig íbúarnir mátu gæði þjónustunnar í Covid-kreppunni borið saman við árin fyrir og eftir. Rannsóknin er fyrst og fremst samanburður á afstöðu íbúa um land allt gagnvart þjónustu sinna sveitarfélaga og hvort fylgni sé gagnvart stærð þeirra auk annarra eiginleika. Efni hennar gæti því verið innlegg í umræðu um sameiningu sveitarfélaga.

Niðurhal

Útgefið

18.12.2025

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar