Saga og eiginleikar danskra íbúðalána
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.b.2016.13.2.1Lykilorð:
Veðlán, skuldabréf, fasteignir, stofnanaumhverfi.Útdráttur
Danskur skuldabréfamarkaður er mjög þróaður og hlutfallslega stór miðað við umfang hagkerfisins. Rætur hans liggja í langri regluhefð stofnana sem sýsla með veðlán. Í þessari grein er rakin saga tegundar skuldabréfa sem ganga undir heitinu realkredit-skuldabréf. Þannig bréf eiga sér langa hefð í Danmörku en eru lítt þekkt utan Danmerkur. Markmið útgáfunnar er að miðla markaðsvöxtum beint til lántaka þannig að þeir nái sem hagstæðustum vöxtum. Þessi tegund skuldabréfa er notuð til að fjármagna fasteignir, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Dregin er upp mynd af 200 ára þróun vaxta og fjármálaafurðum. Tengslum vaxtaþróunar, greiðslubyrði lána og fasteignaverðs á tímabilinu 1992-2013 er lýst og borið lauslega saman við íslenska þróun. Nokkrir þættir í samspili við bankakerfi og Evrópusambandið eru raktir.Niðurhal
Útgefið
15.12.2016
Hvernig skal vitna í
Tómasson, H. (2016). Saga og eiginleikar danskra íbúðalána. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 13(2), 1–24. https://doi.org/10.24122/tve.b.2016.13.2.1
Tölublað
Kafli
Almennar greinar og ræður
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.