Fjölþjóðleg rannsóknar- og þróunarverkefni. Áhrif samfjármögnunar á nýtingu þekkingar
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a2023.20.1.2Lykilorð:
Nýsköpun, fjármögnun, opinberir styrkir, alþjóðlegt samstarf.Útdráttur
Nýsköpun er almennt talin mikilvæg forsenda framfara fyrirtækja og samfélagsins. Það er ekki einungis brýnt að þróa nýjar og endurbættar vörur og þjónustu samkeppninnar vegna, heldur einnig til að uppfylla kröfur vegna loftslagsbreytinga, stuðla að sjálfbærni og mæta sívaxandi kröfum í heilbrigðisþjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Til að stuðla að auknum árangri í nýsköpunarverkefnum hafa stefnumarkandi aðilar lagt áherslu á samstarf yfir landamæri meðal þeirra sem hljóta styrki til rannsóknar og þróunarverkefna. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hver áhrif þessara nýju áherslna eru á samstarf yfir landamæri, framgang verkefnanna og vistkerfi nýsköpunar. Beitt var eigindlegri aðferðarfræði þar sem rætt var við tólf þátttakendur sem tóku þátt í nýsköpunarverkefnum sem hlutu styrki úr Tækniþróunarsjóði Íslands, þar af sex sem hlutu styrki innan Eurostars áætlunarinnar sem gerir kröfu um samstarf yfir landamæri og sex sem hlutu það sem við köllum staðbundna styrki. Niðurstöðurnar benda til þess að verkefnin sem byggja á samstarfi yfir landamæri njóti ávinnings af þeim fjölbreyttari þekkingargrunni sem þau hafa aðgang að. Styrkþegar Eurostars styrkjanna þróuðu tengslanet sitt á breiðari grundvelli og með áhrifaríkari hætti en þegar verkefnin byggðu einungis á staðbundnum styrkjum; þeir náðu að efla nýsköpunarfærni sína sem gæti stuðlað að viðvarandi nýsköpun og loks nutu þátttakendur í vistkerfi nýsköpunar víða að jafnframt ávinnings af þekkingu þeirra með þeim hætti að leitt gæti til framfara út fyrir landsteinana. Takmörkun þessarar rannsóknar eru aðallega tvenns konar, annars vegar sú að einungis er byggt á viðtölum við 12 einstaklinga, alla frá sama landi og menningu, hins vegar að viðmælendur í hópnum sem tengdust Eurostars verkefnum kunna að búa almennt yfir meiri reynslu og þekkingu á styrkjakerfinu og eru því hugsanlega færari í að nýta sér þekkingu samstarfsaðila. Rannsóknin veitir þannig fyrst og fremst innsýn í viðfangsefnið og ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðunum.Niðurhal
Útgefið
26.06.2023
Hvernig skal vitna í
Óskarsson, G., & Egilsson, G. H. (2023). Fjölþjóðleg rannsóknar- og þróunarverkefni. Áhrif samfjármögnunar á nýtingu þekkingar. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 20(1), 21–42. https://doi.org/10.24122/tve.a2023.20.1.2
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.