Ávinningur af erlendri fjárfestingu í tæpa þrjá áratugi

Höfundar

  • Gylfi Magnússon
  • Kári Sigurðsson

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a2023.20.1.1

Lykilorð:

Erlend fjárfesting, áhættudreifing, eignastýring.

Útdráttur

Erlend verðbréf, sem skráð eru í kauphöll, bæta sögulegt hlutfall ávöxtunar og áhættu fyrir íslenska fjárfesta, eins og t.d. lífeyrissjóði. Sé áhætta mæld með staðalfráviki, bætir erlenda fjárfestingin hlutfallið um 34% samanborið við innlent verðbréfasafn. Nánar tiltekið hækkar meðalávöxtun umfram áhættulausa vexti um 0,93 prósentustig (úr 2,76 í 3,70%) miðað við hagkvæmasta safn með 10% staðalfrávik en slíkt safn er með sambærilega áhættu í erlendum áhættusömum skuldabréfum eins og erlendum hlutabréfum. Óskráðar erlendar eignir bæta þetta hlutfall enn frekar en töluverð óvissa ríkir um það mat. Líkur á öfgakenndri ávöxtun (reisn) minnka umtalsvert við erlenda eignadreifingu.

Um höfund (biographies)

Gylfi Magnússon

Prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Kári Sigurðsson

Sérfræðingur í eignastýringu hjá Acadian Asset Management.

Niðurhal

Útgefið

26.06.2023

Hvernig skal vitna í

Magnússon, G., & Sigurðsson, K. (2023). Ávinningur af erlendri fjárfestingu í tæpa þrjá áratugi. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 20(1), 1–20. https://doi.org/10.24122/tve.a2023.20.1.1

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>