Þriðja hlutverk háskóla í íslensku samfélagi: Greining á umfangi og áherslum

Höfundar

  • Verena Karlsdóttir
  • Magnús Þ. Torfason
  • Thamar M. Heijstra
  • Ingi Rúnar Eðvarðsson

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2022.19.1.1

Lykilorð:

Þriðja hlutverk, háskólar, samstarf, hindranir, kyn, staða.

Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknar er að greina umfang verkefna sem tengjast þriðja hlutverki háskóla á Íslandi, sem og samstarfsaðila háskólafólks í slíkum verkefnum og hindranir í samstarfi. Við smíðum kvarða um verkefni háskólafólks tengd þriðja hlutverkinu (ÞH) og um skynjaðar hindranir sem standa í vegi fyrir auknu samstarfi. Könnun var send á alla 674 fastráðna akademíska starfsmenn Háskóla Íslands snemma árs 2021. Niðurstöður sýna að háskólafólk á í mestu samstarfi innan eigin deildar og við erlenda háskóla, en í minnstu samstarfi við íslensk og erlend fyrirtæki. Háskólafólk er almennt jákvætt fyrir auknu samstarfi en skortir tíma og tækifæri. Yfir það heila er þátttaka í ÞH ekki mjög mikil, og kvarði okkar sýnir mjög litla virkni í viðskiptatengdri nýsköpun. Algengustu verkefni tengjast fyrirlestrum, málstofum og kynningum utan háskólaumhverfisins. Konur eru líklegri til að taka þátt í fræðslutengdum verkefnum og karlar í nýsköpunartengdum verkefnum. Þegar ÞH er greint út frá akademískri stöðu kemur fram að samanborið við aðra akademíska starfsmenn mælast prófessorar hærri á öllum þáttum fyrir utan fræðslutengd verkefni. Háskólafólk við Hugvísindasvið er ólíklegast til að taka þátt í verkefnum tengdum ÞH. Kennsla er helsta skynjaða hindrunin fyrir auknu samstarfi og kynjamunur er á skynjuðum hindrunum, að því leyti að konur skynja kennslu og markaðsfærslu sem stærri hindranir en karlar. Akademískir starfsmenn sem ekki eru prófessorar skynja kennslu sem stærri hindrun en prófessorar. Háskólafólk við Hugvísindasvið skynjar frekar þætti utan háskólaumhverfisins sem hindranir fyrir samstarfi, samanborið við önnur fræðasvið.

Um höfund (biographies)

Verena Karlsdóttir

Doktorsnemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.

Magnús Þ. Torfason

Dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.

Thamar M. Heijstra

Prófessor í félagsfræði, mannfræði og þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Ingi Rúnar Eðvarðsson

Prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

28.06.2022

Hvernig skal vitna í

Karlsdóttir, V., Torfason, M. Þ., Heijstra, T. M., & Eðvarðsson, I. R. (2022). Þriðja hlutverk háskóla í íslensku samfélagi: Greining á umfangi og áherslum. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 19(1), 1–26. https://doi.org/10.24122/tve.a.2022.19.1.1

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar