Endurskoðunarnefndir: Gagnsæi og traust til fjárhagsupplýsinga

Höfundar

  • Einar Guðbjartsson
  • Eyþór Ívar Jónsson
  • Jón Snorri Snorrason

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2021.18.2.6

Lykilorð:

Reikningsskil, endurskoðun, endurskoðunarnefndir, gagnsæi, traust, lög um ársreikninga, einingar tengdar almannahagsmunum, góðir stjórnarhættir fyrirtækja, umboðskenning.

Útdráttur

Einn mest áberandi þáttur í góðum stjórnarháttum síðustu tvo áratugina hefur verið endurskoðunarnefnd, sem fer með hluta af störfum sem stjórn hafði áður á sínu borði. Endurskoðunarnefnd er m.a. ætlað það hlutverk að auka traust almennings á fjárhagslegum upplýsingum á almennum fjármagnsmarkaði. Gagnsæi og traust eykst ekki sjálfkrafa. Vandaðir og heiðarlegir starfshættir eru nauðsynlegir til þess að öðlast traust haghafa. Rannsókn þessi felur í sér spurninguna um hvort að endurskoðunarnefndir auki gagnsæi og traust á fjárhagsupplýsingum fyrirtækja. Greinin byggir á tveimur könnunum, annars vegar frá 2016 þar sem nefndarmenn endurskoðunarnefnda í einingum tengdum almannahagsmunum voru þátttakendur og hins vegar frá 2018 þar sem ytri endurskoðendur voru þátttakendur. Í greininni er fjallað um afstöðu og álit þátttakenda varðandi tilkomu endurskoðunarnefnda gagnvart gagnsæi og trausti m.t.t. fjárhagsupplýsinga. Slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður á Íslandi. Tilgátur voru settar fram um hvað væri álit og afstaða hópanna varðandi tilkomu endurskoðunarnefnda. Niðurstöður eru m.a. að meirihluti nefndarmanna og ytri endurskoðendur telja að bæði gagnsæi og traust hafi aukist með vinnuframlagi nefndarmanna í endurskoðunarnefndum. Það vekur þó athygli í rannsókninni að niðurstaðan er ekki eins afgerandi og ætla hefði mátt, þ.e. stór hópur bæði nefndarmanna og ytri endurskoðenda telur að tilkoma endurskoðunarnefnda hafi ekki aukið gagnsæi og traust m.t.t. fjárhagsupplýsinga. Sú niðurstaða kallar á frekari rannsóknir, t.d. með því að spyrja fleiri hagaðila um álit þeirra á endurskoðunarnefndum og hlutverki þeirra í að auka gagnsæi og traust. Þetta kallar enn fremur á rannsóknir sem miða að því að meta markvirkni endurskoðunarnefnda í stjórnarháttarkerfi fyrirtækja tengdum almannahagsmunum.

Um höfund (biographies)

Einar Guðbjartsson

Dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.

Eyþór Ívar Jónsson

Lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

Jón Snorri Snorrason

Dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.

Niðurhal

Útgefið

27.12.2021

Hvernig skal vitna í

Guðbjartsson, E., Jónsson, E. Ívar, & Snorrason, J. S. (2021). Endurskoðunarnefndir: Gagnsæi og traust til fjárhagsupplýsinga. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 18(2), 83–98. https://doi.org/10.24122/tve.a.2021.18.2.6

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar