Samfélagsleg ábyrgð í hröðum vexti. Staða samfélagslegrar ábyrgðar í ferðaþjónustu á Íslandi

Höfundar

  • Íris Sigurðardóttir
  • Margrét Sigrún Sigurðardóttir

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2020.17.2.3

Lykilorð:

Samfélagsleg ábyrgð, ferðaþjónusta, grænþvottur, samkeppnishæfni.

Útdráttur

Undanfarin ár hefur umræða um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja aukist og á sama tíma hefur mikilvægi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi vaxið. Ferðaþjónustufyrirtæki eru háðari því en mörg önnur fyrirtæki að vel sé hugsað um náttúru Íslands til lengri tíma og samfélagsleg ábyrgð ætti því að vera mikilvæg fyrir greinina. Rannsóknir hafa þó sýnt að fyrirtæki standa ekki alltaf við skuldbindingar sínar um samfélagslega ábyrgð og ákveðin hætta er til staðar á grænþvotti. Til þess að kanna hvernig fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sinntu samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni voru tekin viðtöl stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja, sem þegar höfðu sýnt fram á áhuga á samfélagslegri ábyrgð með þátttöku í Vakanum, sem er gæðaog umhverfisvottun í ferðaþjónustu á Íslandi. Markmið viðtalanna var að greina hvar samfélagsleg ábyrgð er staðsett innan viðskiptalíkana fyrirtækjanna og með því greina hvort samfélagsleg ábyrgð væri samþætt fjárhagslegum markmiðum fyrirtækisins. Niðurstöður benda til þess að hluti fyrirtækjanna hafi strax í upphafi rekstrar staðsett samfélagslega ábyrgð í viðskiptalíkani sínu. Samfélagslega ábyrgðin var þó misvel samþætt inn í líkanið, helmingur þessara fyrirtækja taldi samfélagslega ábyrgð ekki kostnaðarsama, heldur skapa forskot, en hinn helmingurinn taldi að henni fylgdi aukakostnaður. Þau fyrirtæki sem ekki staðsettu samfélagslega ábyrgð sem hluta af viðskiptalíkani, heldur sem viðbót við reksturinn, töldu einnig að samfélagsleg ábyrgð væri kostnaðarsöm og því líklegri til að vera skorin niður ef til samdráttar kæmi.

Um höfund (biographies)

Íris Sigurðardóttir

Þjónusturáðgjafi hjá Promennt ehf.

Margrét Sigrún Sigurðardóttir

Dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

09.10.2020

Hvernig skal vitna í

Sigurðardóttir, Íris, & Sigurðardóttir, M. S. (2020). Samfélagsleg ábyrgð í hröðum vexti. Staða samfélagslegrar ábyrgðar í ferðaþjónustu á Íslandi. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 17(1), 37–54. https://doi.org/10.24122/tve.a.2020.17.2.3

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar