Virkni endurskoðunarnefnda

Höfundar

  • Einar Guðbjartsson
  • Eyþór Ívar Jónsson
  • Jón Snorri Snorrason

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2020.17.2.2

Lykilorð:

Reikningsskil, endurskoðun, endurskoðunarnefndir, einingar tengdar almannahagsmunum.

Útdráttur

Tilgangur greinarinnar er að skoða virkni endurskoðunarnefnda út frá tíðni funda og gæði fundargagna. Könnun var gerð 2016 meðal nefndarmanna endurskoðunarnefnda hjá einingum tengdum almannahagsmunum. Könnunin veitir ákveðna innsýn í starfsumhverfi endurskoðunarnefnda og skoðanir nefndarmanna. Þessi rannsókn snýr að störfum endurskoðunarnefnda með tilliti til fjölda funda, fundargagna og umræðna. Störf og starfsumhverfi endurskoðunarnefnda hafa lítið verið rannsökuð og er greinin framlag í þá umræðu. Verkefni endurskoðunarnefnda eru á ábyrgð stjórnar samkvæmt lögum um ársreikninga. Stjórnir þurfa m.a. að sjá til þess að gögn og upplýsingar séu til staðar fyrir nefndarmenn og sett fram á réttan hátt. Nefndarmenn hafa einnig ábyrgð á þessum hluta í því formi að kalla eftir nauðsynlegum gögnum hverju sinni, sérstaklega formaður. Umgjörð og fyrirkomulag endurskoðunarnefnda hefur mikið að segja um hvort tilgangur sem þeim er ætlað næst eða ekki. Könnunin var gerð meðal fyrirtækja og stofnana sem falla undir skilgreininguna „einingar tengdar almannahagsmunum”. Til að meta gæði fundargagna voru settar fram þrjár spurningar; hvort gögn komi með nægjanlegum fyrirvara, hvort gögn séu sett fram á fullnægjandi hátt og hvort gagnrýnar umræður fari fram á fundum. Nefndarmenn endurskoðunarnefnda mátu sjálfir þessa þrjá þætti. Áhrifaríkasta tölugildi til að segja til um virkni endurskoðunarnefnda er fjöldi funda sem nefndin heldur. Fjöldi funda getur haft áhrif á hvort nefndin geti sinnt verkefni sínu. Því verða notaðar breytur er tengjast fundum endurskoðunarnefnda, annars vegar fjöldi nefndarfunda og hins vegar fjöldi funda endurskoðunarnefnda með ytri endurskoðanda. Til að kanna möguleg frávik í gæðum fundargagna eru breyturnar krosskeyrðar; fjöldi nefndarfunda, fjöldi funda með ytri endurskoðanda og allar þrjár breyturnar er tilheyra gæðum fundargagna. Settar eru fram tvær tilgátur. Niðurstaðan er sú að vísbendingar eru um það að fjöldi nefndarfunda hafi tengsl við gæði fundargagna og umræðu en ekki fjöldi funda endurskoðunarnefnda með ytri endurskoðanda. Einn megintilgangur endurskoðunarnefnda er að tryggja gæði og áreiðanleika fjárhagsskýrslna, gagnvart stjórn, hluthöfum og öðrum haghöfum. Verkefni og umfang endurskoðunarnefnda hafa aukist mjög síðustu árin. Endurskoðunarnefndir halda að meðaltali 5,2 fundi á ári. Hver fundur vegur því um 20% af hlutfallslegri heild. Virkni funda skiptir því miklu máli. Góðir stjórnarhættir tengjast ekki eingöngu gæðum þeirra gagna og upplýsinga sem félög og stofnanir senda frá sér, heldur einnig því að innri stjórnskipan stuðli m.a. að væntingum samfélagsins hverju sinni og fylgni við lög.

Um höfund (biographies)

Einar Guðbjartsson

Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Eyþór Ívar Jónsson

Lektor við Copenhagen Business School.

Jón Snorri Snorrason

Dósent við Háskólann á Bifröst.

Niðurhal

Útgefið

09.10.2020

Hvernig skal vitna í

Guðbjartsson, E., Jónsson, E. Ívar, & Snorrason, J. S. (2020). Virkni endurskoðunarnefnda. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 17(1), 15–36. https://doi.org/10.24122/tve.a.2020.17.2.2

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar