Vellíðan á vinnustað; helgun, starfsánægja og löngun til að hætta í starfi

Höfundar

  • Hjördís Sigursteinsdóttir

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2020.17.1.3

Lykilorð:

Helgun í starfi, starfsánægja, löngun til að hætta í starfi, vellíðan í starfi.

Útdráttur

Gott starfsumhverfi stuðlar að aukinni vellíðan á vinnustað og góðum starfsanda. Vellíðan í vinnu tengist upplifun starfsfólks á því að starf þeirra sé mikilvægt og gefandi. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða helgun í starfi, starfsánægju og löngun til að hætta í starfi meðal starfsfólks íslenskra sveitarfélaga. Settar voru fram fimm rannsóknarspurningar: (1) Hvað mælist helgun há meðal starfsfólksins? (2) Hvað mælist starfsánægja mikil meðal starfsfólksins? (3) Hversu hátt hlutfall starfsfólksins hugsar um að hætta í núverandi starfi? (4) Hvernig tengjast helgun í starfi, starfsánægja og löngun til að hætta í starfi? (5) Er starfsánægja og löngun til að hætta í starfi frábrugðin eftir því hvort starfsfólk sé helgað í starfi, ekki helgað eða andsnúið í starfi? Rannsóknin byggir á rafrænni spurningalistakönnun sem lögð var fyrir starfsfólk 17 sveitarfélaga á haustdögum 2015. Það voru 8.942 manns sem fengu spurningalistann sendan í tölvupósti og eftir tvær ítrekanir höfðu 5458 þeirra svarað spurningalistanum (svarhlutfall 61%). Niðurstöðurnar sýna að helgun í starfi mældist 3,7 af 5,0 mögulegum og túlka má niðurstöður helgunar þannig að tæplega þriðjungur starfsfólksins var helgað í starfi, 63% var ekki helgað og 5% starfsfólksins var andsnúið. Starfsánægja mældist 4,1 og rúmur fjórðungur starfsfólksins var mjög eða frekar sammála því að hugsa oft um að hætta í núverandi starfi. Niðurstöðurnar sýna jafnframt jákvæð sterk tengsl milli helgunar í starfi og starfsánægju og jákvæð miðlungs sterk tengsl milli helgunar og löngunar til að hætta í starfi. Þetta þýðir að eftir því sem starfsfólk var meira helgað því meiri ánægju hafði það af starfinu og löngun til að hætta í starfi var minni. Ljóst er á þessum niðurstöðum að almennt séð þá líður starfsfólki sveitarfélaganna ekki nægilega vel á vinnustaðnum. Niðurstöðurnar gefa þó góðar vísbendingar um hvaða þætti stjórnendur þurfa að taka til athugunar til að bæta starfsaðstæður og starfsumhverfið starfsfólkinu til heilla.

Um höfund (biography)

Hjördís Sigursteinsdóttir

Dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

29.12.2020

Hvernig skal vitna í

Sigursteinsdóttir, H. (2020). Vellíðan á vinnustað; helgun, starfsánægja og löngun til að hætta í starfi. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 17(2), 37–49. https://doi.org/10.24122/tve.a.2020.17.1.3

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 > >> 

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.