Hagnýting jarðvarma til nýsköpunar

Höfundar

  • Eyþór Ívar Jónsson

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2020.17.1.2

Lykilorð:

Notendadrifin nýsköpun, jarðvarmi, notorka, klasar.

Útdráttur

Tilgangur greinarinnar er að rannsaka hvernig afmarkaður jarðvarmaklasi getur haft áhrif á þróun nýsköpunar hjá fyrirtækjum. Gerð er raundæmisrannsókn og þrjú raundæmi skoðuð; ORF Líftækni, Carbon Recycling International og Stolt Sea Farm Iceland. Ennfremur er leitað svara við því hjá fyrirtækjunum; i. í hverju nýsköpunin felst, ii. hver áhrif jarðvarmaklasans eru á nýsköpun fyrirtækja og iii. hver áhrif notkun jarðvarmans hefur á nýsköpun fyrirtækja. Niðurstaðan er að það er margt sem bendir til þess að afmarkaður jarðvarmaklasi geti haft áhrif á þróun nýsköpunar hjá fyrirtækjum. Í þeim þremur raundæmum sem skoðuð eru í þessari rannsókn hefur nýsköpun eitthvað að sækja í jarðvarmaklasann. Það mætti jafnvel færa rök fyrir því að þessi fyrirtæki hefðu ekki farið þá leið í nýsköpun sem raun ber vitni ef þau hefðu ekki verið hluti af sérhæfðum jarðvarmaklasa. Rannsóknin bendir til þess að ástæðan felist fyrst og fremst í þróun á sérhæfðri fjölhæfni og samansöfnunar þekkingar. Það eru hins vegar færri vísbendingar um að tengslanet klasans skipti máli. Má segja að það sé talsvert í mótsögn við það sem fræðimenn telja vera meginávinningur klasa.

Um höfund (biography)

Eyþór Ívar Jónsson

Lektor við Copenhagen Business School.

Niðurhal

Útgefið

29.12.2020

Hvernig skal vitna í

Jónsson, E. Ívar. (2020). Hagnýting jarðvarma til nýsköpunar. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 17(2), 19–36. https://doi.org/10.24122/tve.a.2020.17.1.2

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar