Samskipti fagfjárfesta við félög sem þeir eru hluthafar í
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.2.6Lykilorð:
Stórnarhættir fyrirtækja, Ísland, fagfjárfestar, lífeyrissjóðir, hluthafastefna.Útdráttur
Miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi skráðra félaga á íslenskum hlutabréfamarkaði síðasta áratug. Á því tímabili hafa fagfjárfestar orðið fyrirferðarmiklir á markaðnum. Þessi rannsókn varpar ljósi á það með hvaða hætti íslenskir fagfjárfestar eiga í samskiptum við skráð félög þar sem þeir eru hluthafar. Enn fremur hvort og hvernig þeir nota eignarhald sitt til þess að hafa áhrif á starfsemi viðkomandi félaga, þá sérstaklega stjórnarhætti. Helstu niðurstöður eru þær að samskipti íslenskra fagfjárfesta við þau félög sem fjárfest er í á sér stað bakvið tjöldin með fundum og óformlegum samskiptum. Það gerist jafnframt með því að vinna með eða á móti tillögum annarra hluthafa og kjósa með eða gegn þeim á hluthafafundum. Þetta er í samræmi við það sem gerist í nágrannalöndum Íslands nema hvað gagnsæi er þar meira í samskiptum en á Íslandi.Niðurhal
Útgefið
30.12.2019
Hvernig skal vitna í
Sigurjónsson, Þröstur O., & Magnússon, J. B. (2019). Samskipti fagfjárfesta við félög sem þeir eru hluthafar í. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 16(2), 105–122. https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.2.6
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.