Þróun starfsumhverfis á Landspítala: Kulnun í starfi, starfsánægja og gæði þjónustu

Höfundar

  • Jana Katrín Knútsdóttir
  • Sigrún Gunnarsdóttir
  • Kári Kristinsson

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.2.3

Lykilorð:

Heilbrigðiskerfi, Landspítali, kulnun í starfi, starfsánægja, gæði þjónustu.

Útdráttur

Undanfarið hefur umræða um heilbrigðismál hér á landi beinst að aðstæðum og álagi innan Landspítala háskólasjúkrahússins en fræðilegar rannsóknir um vandann eru fáar. Hjúkrunarfræðingar eru stærsta starfsstétt heilbrigðisþjónustunnar og erlendar rannsóknir varpa ljósi á mikilvægi þeirra varðandi gæði þjónustu, öryggi sjúklinga og dánartíðni. Einnig sýna rannsóknir að vinnuálag hjúkrunarfræðinga er að aukast og einkenni kulnunar í starfi að verða algengari. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á Landspítala meta starfsumhverfi sitt, starfsánægju og einkenni kulnunar í starfi og gæði þjónustu á Landspítala. Gerð var rafræn viðhorfskönnun meðal allra starfandi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspitala í nóvember 2015. Gögnin voru borin saman við gagnasafn fyrri rannsóknar frá árinu 2002 með sama mælitæki, á sama stað, með sömu aðferð við öflun þátttakenda og við greiningu gagna. Helstu niðurstöður sýna að einkenni kulnunar eru orðin algengari og alvarlegri, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður telja mönnun vera ábótavant, tvöfalt fleiri ætla nú að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum en mat á gæðum þjónustu hefur lítið breyst milli rannsókna. Sömu áhrifaþættir kulnunar í starfsumhverfi komu í ljós í báðum rannsóknum, þ.e. mönnun, stjórnun á deild og samskipti. Rannsóknin er mikilvægt framlag til umræðu um þróun heilbrigðiskerfisins og veitir starfsmönnum, stjórnendum og stjórnvöldum innsýn í starfsumhverfi á Landspítala og leiðir til úrbóta.

Um höfund (biographies)

Jana Katrín Knútsdóttir

Sölu- og markaðsstjóri hjá Icepharma hf.

Sigrún Gunnarsdóttir

Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst.

Kári Kristinsson

Prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

30.12.2019

Hvernig skal vitna í

Knútsdóttir, J. K., Gunnarsdóttir, S., & Kristinsson, K. (2019). Þróun starfsumhverfis á Landspítala: Kulnun í starfi, starfsánægja og gæði þjónustu. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 16(2), 37–52. https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.2.3

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)