Samkvæmni í ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða 1997-2017

Höfundar

  • Gylfi Magnússon

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.2.1

Lykilorð:

Samkvæmni, lífeyrissjóðir, ávöxtun, áhætta.

Útdráttur

Í greininni er lagt mat á samkvæmni í ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða, þ.e. hvort samband sé á milli ávöxtunar fortíðar og framtíðar. Byggt er á gögnum um ávöxtun allra íslenskra samtryggingarsjóða á árunum 1997 til 2017. Beitt er þremur mismunandi tölfræðilegum aðferðum við matið, þ.e. aðfallsgreiningu, venslatöflum og MWW aðferð sem byggir á raðsummum. Í ljós kemur að nokkurrar samkvæmni virðist gæta þegar horft er til skamms tíma, þ.e. samliggjandi ár skoðuð. Samkvæmnin virðist hins vegar minnka og jafnvel snúast við þegar horft er til lengri tíma. Niðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar fyrri rannsóknir á samkvæmni í árangri í eignastýringu og koma því ekki á óvart. Túlka má niðurstöðurnar þannig að ekki sé vænlegt til árangurs að velja sér lífeyrissjóð eftir fortíðarávöxtun, a.m.k. ekki henni einni saman.

Um höfund (biography)

Gylfi Magnússon

Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

30.12.2019

Hvernig skal vitna í

Magnússon, G. (2019). Samkvæmni í ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða 1997-2017. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 16(2), 1–14. https://doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.2.1

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)