Ávöxtun og áhætta íslenskra lífeyrissjóða 1993-2017
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.8Lykilorð:
Lífeyrissjóðir, ávöxtun, áhætta.Útdráttur
Í þessari grein er rýnt í ávöxtun samtryggingardeilda íslenskra lífeyrissjóða tímabilið 1993-2017, samtals 25 ár. Greint er frá forsögunni og skrifum annarra í kafla 1, í kafla 2 er aðferðafræði lýst, í kafla 3 birtast helstu tölulegar niðurstöður, í kafla 4 er frekari greining. Tímabilið sem skoðað er ræðst af því að gögn sem FME hefur gert aðgengileg um einstaka sjóði ná ekki lengra aftur í tímann. Takmörkuð gögn liggja fyrir um ávöxtun fyrstu fjögurra ára þessa tímabils og er því einkum horft til áranna 1997 til 2017 þótt birt sé ávöxtun fyrir hluta sjóðanna allt aftur til 1993 og jafnframt séu nokkur styttri tímabil sem hefjast eftir 1997 skoðuð. Í ljós kemur að ávöxtun lífeyrissjóða sem heildar hefur verið nokkuð viðunandi þetta tímabil, sérstaklega í ljósi hruns fjármálamarkaða, og í takti við það sem vænta mátti í ljósi þess hvaða eignaflokka sjóðirnir kaupa einkum og hver ávöxtun þeirra hefur verið. Meðalraunávöxtun sjóðanna var 3,73% á ári. Áhættuálag sjóðanna hefur þó verið ekkert þ.e. þeir hafa tekið verulega áhættu en endað þegar upp er staðið með ávöxtun sem samsvarar nokkurn veginn áhættulausum vöxtum. Þó er verulegur munur milli sjóða. Hann mun hafa áhrif á getu þeirra til að greiða lífeyri. Jafnframt er verulegur munur á þeim hópum sem greiða í hvern sjóð. Það mun einnig hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur þeirra. Því býr lífeyriskerfið til töluverða óvissu um lífskjör lífeyrisþega eftir sjóðum. Hægt væri að gera breytingar á kerfinu sem myndu draga úr áhættu við það frá sjónarhóli einstakra launþega.Niðurhal
Útgefið
18.12.2018
Hvernig skal vitna í
Magnússon, G. (2018). Ávöxtun og áhætta íslenskra lífeyrissjóða 1993-2017. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 15(2), 133–162. https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.8
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.