Vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins frá öðrum byggðarlögum á Suðvesturlandi

Höfundar

  • Þóroddur Bjarnason
  • Sigríður Elín Þórðardóttir

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.6

Lykilorð:

Vinnumarkaðir, vinnusókn, Höfuðborgarsvæði, Suðvestursvæði.

Útdráttur

Á undanförnum árum hafa landsbyggðir í seilingarfjarlægð frá borgarsvæði Reykjavíkur vaxið talsvert hraðar en höfuðborgarsvæðið sem slíkt. Í þessari rannsókn er vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins metin í samanburði við vinnusókn innan heimabyggðar og til annarra byggðarlaga í viðkomandi landshluta. Sérstaklega verður litið til áhrifa kyns, aldurs, menntunar og tegundar starfs á vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins eftir byggðarlögum. Rannsóknin byggir á gögnum um vinnusókn frá einstökum landshlutum til höfuðborgarsvæðisins sem Gallup safnaði fyrir Byggðastofnun í blandaðri net- og símakönnun árið 2017. Niðurstöður sýna að vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins er mikilvægur hluti vinnumarkaðar á suðvestursvæðinu, sérstaklega á svæðinu frá Vogum á Vatnsleysuströnd að Akranesi, Þorlákshöfn og Hveragerði. Vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins er mikilvægari fyrir karla en konur og meðal yngra fólks tengist háskólamenntun aukinni vinnusókn til borgarinnar. Vinnusóknin er mest meðal fólks í tækni og vísindum, stjórnsýslu, félags- og menningarstarfsemi en minnst meðal þeirra sem starfa við frumframleiðslu eða fræðslustarfsemi. Að Vogum á Vatnsleysuströnd undanskildum er þó langt frá því að vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins eða annarra byggðarlaga sé helsti atvinnuvegur íbúa suðvestursvæðisins. Flestir sækja vinnu í heimabyggð og víðast hvar sækja fleiri vinnu til annarra byggðarlaga á sama landsvæði en til höfuðborgarsvæðisins.

Um höfund (biographies)

Þóroddur Bjarnason

Prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri.

Sigríður Elín Þórðardóttir

Sérfræðingur við Byggðastofnun.

Niðurhal

Útgefið

18.12.2018

Hvernig skal vitna í

Bjarnason, Þóroddur, & Þórðardóttir, S. E. (2018). Vinnusókn til höfuðborgarsvæðisins frá öðrum byggðarlögum á Suðvesturlandi. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 15(2), 97–114. https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.6

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar