Einelti á íslenskum vinnustöðum

Höfundar

  • Ásta Snorradóttir
  • Kristinn Tómasson

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.3

Lykilorð:

Einelti í vinnu, stjórnun, félagslegt vinnuumhverfi, vinnustaðarmenning.

Útdráttur

Einelti er vandamál á íslenskum vinnustöðum og reynist mörgum stjórnendum erfitt viðfangs. Markmið þeirrar rannsóknar sem hér segir frá var að greina hvað einkennir þau eineltismál sem kvartað hefur verið undan til Vinnueftirlitsins á árunum 2004–2015. Athugað var í kvörtununum hvað einkennir upplifun þolenda af einelti, hverjir voru gerendur, hvað einkenndi vinnustaði þar sem mál koma upp og hverjar voru afleiðingar eineltis fyrir líðan og heilsu þolenda. Þessar upplýsingar voru flokkaðar eftir því hvort þær bárust úr einkageiranum eða opinbera geiranum. Niðurstöður gáfu til kynna að þegar þolandi leggur fram kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna eineltis höfðu málin oft viðgengist í langan tíma. Þolendur fundu margir hverjir fyrir áhrifum á heilsu sína og líðan, og leiddu þau jafnvel til langrar veikindafjarveru. Talsvert var um að þolendur upplifðu að ekkert hafði verið aðhafst á vinnustað í kjölfar kvörtunar. Þó nokkuð var um að þolendum hafði verið sagt upp í kjölfar eineltis á vinnustað. Einnig kom fram að yfirmenn voru tilgreindir gerendur í yfirgnæfandi meirihluta tilvika. Áríðandi er að vinna kerfisbundið að því að útrýma einelti á vinnustöðum með aukinni fræðslu í samfélaginu um áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi og um markvissar úrbætur til að auka öryggi starfsfólks. Sú fræðsla þarf að ná til stjórnenda vinnustaða sem bera ábyrgð á öryggi og heilsu starfsfólks.

Um höfund (biographies)

Ásta Snorradóttir

Lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Kristinn Tómasson

Yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins.

Niðurhal

Útgefið

18.12.2018

Hvernig skal vitna í

Snorradóttir, Ásta, & Tómasson, K. (2018). Einelti á íslenskum vinnustöðum. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 15(2), 47–60. https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.3

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar