Stefnumiðaðir stjórnarhættir: Dæmi frá Orkuveitu Reykjavíkur
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.2Lykilorð:
Stjórnarhættir fyrirtækja, hlutverk stjórna, eigendastefna, heildarstefna.Útdráttur
Þessi grein er á sviði stjórnarhátta og fjallar um rannsókn á eigendastefnu og stefnumiðuðum stjórnarháttum hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR er sameignarfyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga. Staða og þróun OR er áhugaverð vegna lagabreytinga sem knúðu á um að raforkuframleiðsla og -sala skyldi sett í sérstakt fyrirtæki og vera aðskilin frá veiturekstri OR. Í ársbyrjun 2014 var OR skipt upp í samstæðu sem samanstendur af móðurfélagi og þremur dótturfélögum. Við þau tímamót var sameignarsamningur OR endurnýjaður ásamt eigendastefnu, og stjórnarhættir fyrirtækisins endurskoðaðir. Í rannsókninni er fjallað um innra samhengi milli sameignarsamnings OR, eigendastefnu og heildarstefnu fyrirtækisins og rýnt í hvernig unnið er að framkvæmd eigendastefnunnar í samstæðunni. Helstu niðurstöður eru þær að með sérstöku verklagi við rýni, mótun og eftirfylgni er stuðlað að því að stjórn samstæðunnar hafi nauðsynlega yfirsýn til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu í því flókna stjórnskipulagi sem varð til við uppskiptingu fyrirtækisins. Einnig kemur fram að sérstakar aðstæður OR eftir hrunið höfðu áhrif á þróun skipulags og stjórnarhátta.Niðurhal
Útgefið
18.12.2018
Hvernig skal vitna í
Steinþórsson, R. S., Jónsdóttir, G. E., & Jónsson, B. S. (2018). Stefnumiðaðir stjórnarhættir: Dæmi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 15(2), 21–46. https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.2
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.