Einkenni og áskoranir tónlistarklasa á Íslandi

Höfundar

  • Freyja Gunnlaugsdóttir
  • Runólfur Smári Steinþórsson

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2017.14.2.2

Lykilorð:

Tónlist, klasar, klasaþróun, samkeppnishæfni.

Útdráttur

Þessi grein fjallar um þróun tónlistarlífs á Íslandi á undanförnum árum. Margir íslenskir tónlistarmenn hafa átt velgengi að fagna og skapað sér nafn á alþjóðlegum markaði. Stjórnvöld hafa stutt við þróunina á ýmsan hátt og þau hafa mikil áhrif á tónlistarlífið. Umsvifin í greininni benda til að þróunin undanfarin ár hafi ýtt undir myndun klasa í tónlist á Íslandi. Markmiðið með þessari grein er að rannsaka þróun tónlistarlífs á Íslandi út frá kenningum um klasa og samkeppnishæfni. Einnig er þróunin á Íslandi borin saman við þekkta tónlistarklasa erlendis. Byggt er á raundæmisrannsókn þar sem spurt er að hvaða marki megi líta á tónlist á Íslandi sem klasa og ef svo er á hvaða stigi klasaþróunar íslenskur tónlistarklasi kunni að vera. Einnig er spurt um hvaða áskoranir tónlistarklasinn kunni að standa frammi fyrir. Niðurstöður gefa til kynna skýrar vísbendingar um tónlistarklasa á Íslandi og að klasinn sé að færast af mótunarstigi yfir á þróunarstig. Í niðurstöðum felst hagnýtt gildi því varpað er ljósi á atriði og aðstæður sem geta ýtt undir frekari uppbyggingu á sterkum tónlistarklasa á Íslandi. Samhliða er tónlistarklasinn dæmi um klasa í litlu fámennu landi og niðurstöðurnar framlag til þekkingar á klasa í slíkum aðstæðum.

Um höfund (biographies)

Freyja Gunnlaugsdóttir

Tónlistarmaður og aðstoðarskólameistari í Menntaskóla í tónlist.

Runólfur Smári Steinþórsson

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

19.12.2017

Hvernig skal vitna í

Gunnlaugsdóttir, F., & Steinþórsson, R. S. (2017). Einkenni og áskoranir tónlistarklasa á Íslandi. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 14(2), 27–48. https://doi.org/10.24122/tve.a.2017.14.2.2

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar