Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda – bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2017.14.1.2Lykilorð:
Reikningsskil, endurskoðun, endurskoðunarnefndir, óhæði, einingar tengdar almannahagsmunum, 8. tilskipun ESB.Útdráttur
Markmið þessarar greinar er að greina frá hluta niðurstaðna rannsóknar á umhverfi og starfsháttum endurskoðunarnefnda, nánar tiltekið bakgrunni nefndarmanna, áherslum þeirra og mati á trausti og gagnsæi fjárhagsupplýsinga. Bornar eru saman niðurstöður tveggja kannana höfunda á efninu, annars vegar frá árinu 2012 og hins vegar frá árinu 2016. Í lögum nr. 3/2006 um ársreikninga eru gerðar kröfur um að tilteknir lögaðilar, einingar tengdar almannahagsmunum, skv. lögum nr. 79/2008 um endurskoðendur, setji á stofn endurskoðunarnefnd. Tilgangur endurskoðunarnefnda er að tryggja gæði og áreiðanleika fjárhagsskýrslna og fjárhagsupplýsinga, hvort sem um er að ræða skýrslur til stjórnenda félagsins eða til hagsmunaaðila utan félagsins. Í sömu lögum er kveðið á um að stjórn skipi nefndarmenn í endurskoðunarnefnd. Í greininni verður m.a. reynt að varpa ljósi á bakgrunn nefndarmanna og afstöðu þeirra til þess hvort traust á fjárhagsupplýsingum hafi aukist eða ekki. Gerðar voru tvær kannanir meðal stærstu fyrirtækja og stofnana landsins (sem falla undir skilgreininguna einingar tengdar almannahagsmunum) 2012 og 2016. Samanburður á niðurstöðum þessara kannana bendir til þess að breytingar hafi átt sér stað á vissum þáttum. Niðurstöðurnar varpa ljósi á aðstæður og umgjörð endurskoðunarnefnda sem kunna að leiða til breytinga t.d. á löggjöf. Þetta er fyrsta rannsóknin þar sem tvær kannanir á umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda, sem framkvæmdar voru með nokkurra ára millibili, eru bornar saman.Niðurhal
Útgefið
30.06.2017
Hvernig skal vitna í
Guðbjartsson, E., & Snorrason, J. S. (2017). Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda – bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 14(1), 25–42. https://doi.org/10.24122/tve.a.2017.14.1.2
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.