Útvistun og efnahagsþrengingar: Staða mála í þjónustufyrirtækjum

Höfundar

  • Ingi Rúnar Eðvarðsson
  • Guðmundur Kristján Óskarsson

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2015.12.1.5

Lykilorð:

Útvistun, þjónustufyrirtæki, stefna, kostnaðarlækkun.

Útdráttur

Greinin fjallar um útvistun verkefna í íslenskum þjónustufyrirtækjum eftir efnahagshrunið haustið 2008. Bornar eru saman kannanir frá fyrri hluta árs 2009 og sumrinu 2013. Niðurstöður eru þær helstar að umfang útvistunar hefur ekki aukist. Svipuðum verkefnum er útvistað í báðum könnunum. Kostnaðarlækkun er frekar nefnd sem ástæða útvistunar í síðari könnuninni og hefur það aukist með marktækum hætti milli kannana. Eftir sem áður eru stefnumiðaðar ástæður oftar nefndar í báðum könnunum. Hvað árangur útvistunar varðar þá hefur kostnaður lækkað hjá tæplega helmingi fyrirtækja í könnununum. Svarendur virðast vera ánægðari með árangur útvistunar árið 2013 en 2009 og telja hana skila margvíslegum rekstrar‐ og þjónustulegum ávinningi. Forsvarsmenn um 90% fyrirtækja telja að útvistun hafi haft óveruleg áhrif á starfsmannamál. Nokkru fleiri fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki árið 2013 en í fyrri könnun. Stærri fyrirtæki í könnunum útvista almennt meira en minni fyrirtæki og þau gera það fremur vegna kostnaðarlækkunar eða vegna stefnumiðaðra ástæðna. Þau fyrrnefndu útvista meira af verkefnum sem flokkast undir stoðþjónustu og upplýsinga‐ og samskiptatækni, en minni fyrirtækin útvista frekar stjórnunartengdum verkefnum.

Um höfund (biographies)

Ingi Rúnar Eðvarðsson

Háskóli Íslands

Guðmundur Kristján Óskarsson

Háskólinn á Akureyri

Niðurhal

Útgefið

15.06.2015

Hvernig skal vitna í

Eðvarðsson, I. R., & Óskarsson, G. K. (2015). Útvistun og efnahagsþrengingar: Staða mála í þjónustufyrirtækjum. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 12(1), 1–16. https://doi.org/10.24122/tve.a.2015.12.1.5

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar