Stefna í reynd í litlu íslensku hátæknifyrirtæki
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2015.12.1.4Lykilorð:
Stefnumótun, iðkendur, starfshættir, iðkun stefnu, stefna í reynd.Útdráttur
Greinin fjallar um stefnu íslenska hátæknifyrirtækisins Völku með hliðsjón af kenningum um stefnu í reynd (e. strategy as practice). Rannsóknin er bæði leitandi og lýsandi í senn og er í henni ljósi varpað á það með hvaða hætti stefna hjá Völku hefur myndast bæði í skipulögðu stefnumiðuðu starfi og eftir sjálfsprottnum leiðum. Með hliðsjón af fræðunum og rannsókninni á Völku er sett fram líkan sem dregur fram kjarnaatriðin í stefnu í reynd. Þessi atriði má sjá í samspili á milli iðkenda (e. practitioners), starfshátta (e. practices) og iðkunarinnar (e. praxis) í stefnumiðuðu starfi Völku. Þetta líkan er á frumstigi en það gefur mynd af hinu stefnumiðaða starfi og tilgátan er að það geti nýst til frekari rannsókna. Horft er sérstaklega til samspilsins á milli framlags og virkni iðkenda og þess hversu fjölbreyttir og formlegir starfshættir fyrirtækisins eru. Þá var skoðað hvernig umsvif fyrirtækisins hafa þróast í samhengi við tengsl þess við viðskiptavini. Hér er um fyrstu rannsókn í röð rannsókna á íslenskum fyrirtækjum að ræða sem ætlað er að varpa ljósi á það hvernig stefnumiðað starf fer fram í raun og veru í íslenskum fyrirtækjum.Niðurhal
Útgefið
15.06.2015
Hvernig skal vitna í
Steinþórsson, R. S., & Sigurjónsdóttir, S. M. (2015). Stefna í reynd í litlu íslensku hátæknifyrirtæki. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 12(1), 17–42. https://doi.org/10.24122/tve.a.2015.12.1.4
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.