Samfélagsábyrgð í íslenskum skaðatryggingafélögum

Höfundar

  • Harpa Dís Jónsdóttir
  • Lára Jóhannsdóttir
  • Snjólfur Ólafsson

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2015.12.1.2

Lykilorð:

Samfélagsábyrgð, skaðatryggingafélög, stefna.

Útdráttur

Við hrun bankakerfisins á Íslandi haustið 2008 var háværum mótmælum beint að Alþingi, viðskiptalífinu og ráðamönnum í stjórnsýslunni. Margir settu fram kröfur um að þeir sem væru ábyrgir fyrir hruninu öxluðu ábyrgð og svöruðu til saka. Kallað var eftir nýjum gildum, nýjum viðskiptaháttum og framtíðarsýn með aukna ábyrgð að leiðarljósi. Aukin krafa kom einnig fram um að árangur samfélagsábyrgðar skyldi mældur á einhvern hátt og birtur hagsmunaaðilum. Í þessari grein verður greint frá helstu niðurstöðum rannsóknar sem hefur það að markmiði að fjalla um fjögur íslensk skaðatryggingafélög, það hvernig þau hafa brugðist við kallinu um aukna samfélagsábyrgð, áherslur þeirra á því sviði og innleiðingu aðgerða. Heimasíður félaganna voru skoðaðar með tilliti til samfélagsábyrgðar, hvort og þá á hvaða hátt félögin starfa á samfélagslega ábyrgan hátt, hvort þau hafa gengist undir formlegar skuldbindingar á þessu sviði og hvernig þau birta hagsmunaaðilum upplýsingar um samfélagsábyrgð sína. Þá voru tekin viðtöl við einstaklinga innan félaganna sem hafa með samfélagsmál að gera. Spurt var m.a. hvort og þá á hvaða hátt félögin sinntu samfélagsábyrgð, hver væri helsti hvatinn til aðgerða og hverjar helstu áskoranir væru við innleiðingu. Rannsóknin leiðir í ljós að félögin fjögur eru öll að vinna að því að innleiða samfélagslega ábyrgð, en eru þó komin fremur skammt á veg sé horft til skilgreininga á því hvað samfélagsábyrgð felur í sér. Tvö félaganna hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð en hin tvö áætla að setja sér slíka stefnu. Viðmælendur nefna flestir forvarnir og endurvinnslu þegar spurt var um áherslur á sviði samfélagsábyrgðar, en einnig styrki og stuðning við ýmis samfélagsleg verkefni. Helsta áskorunin við innleiðingu samfélagsábyrgðar er að mati viðmælenda tímaskortur og smæð félaganna. Fræðilegt gildi rannsóknarinnar felst í að varpa ljósi á orðræðu sem ríkjandi er í greininni, en sú orðræða er studd upplýsingum af vefsíðum vátryggingafélaganna. Orðræðan gefur mynd af stöðu samfélagsábyrgðar hjá stóru íslensku skaðatryggingafélögunum, en takmarkaðar rannsóknir á skaðatryggingafélögunum liggja fyrir á þessi sviði. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar felst í stöðumati sem skaðatryggingafélögin geta horft til við áframhaldandi innleiðingu samfélagsábyrgðar í eigin rekstri.

Um höfund (biographies)

Harpa Dís Jónsdóttir

Háskóli Íslands

Lára Jóhannsdóttir

Háskóli Íslands

Snjólfur Ólafsson

Háskóli Íslands

Niðurhal

Útgefið

15.06.2015

Hvernig skal vitna í

Jónsdóttir, H. D., Jóhannsdóttir, L., & Ólafsson, S. (2015). Samfélagsábyrgð í íslenskum skaðatryggingafélögum. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 12(1), 64–83. https://doi.org/10.24122/tve.a.2015.12.1.2

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)