Ímyndarþættir sem spávísar um traust í bankageiranum
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2014.11.1.1Lykilorð:
Ímynd, ímyndarmælingar, viðskiptabankar, traust.Útdráttur
Í þessari grein er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða ímyndarþættir spá fyrir um traust til íslenskra banka og hvaða ímyndarþættir hafa mest vægi þegar spáð er fyrir um traust til íslenskra banka? Niðurstöður rannsóknarinnar eru að stærstum hluta byggðar á tveimur könnunum frá 2013 og 2014 en einnig nokkrum sambærilegum könnunum sem gerðar hafa verið á bankakerfinu, bæði fyrir og eftir bankahrunið 2008. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós fjóra þætti sem skýra rúm 68% af breytileikanum í trausti. Þessir þættir eru: samfélagsleg ábyrgð, að leggja góðum málum lið, spilling og persónuleg þjónusta. Af þessum fjórum þáttum er samfélagsleg ábyrgð mikilvægastur.Niðurhal
Útgefið
15.06.2014
Hvernig skal vitna í
Guðlaugsson, Þórhallur, & Larsen, F. (2014). Ímyndarþættir sem spávísar um traust í bankageiranum. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 11(1), 42–53. https://doi.org/10.24122/tve.a.2014.11.1.1
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.