Áhrif tónlistar í auglýsingum á vörumerkjavirði

Höfundar

  • Kári Kristinsson
  • Friðrik Eysteinsson
  • Katrín Halldórsdóttir

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2012.9.1.4

Lykilorð:

Vörumerkjavirði, auglýsingar.

Útdráttur

Framkvæmd var tilraun, með það að markmiði að kanna áhrif tónlistar í auglýsingum á vörumerkjavirði. Útvarpsauglýsing fyrir óþekkt vörumerki (orkudrykk sem er ekki á markaðnum á Íslandi) var útfærð á þrennan hátt. Undir tal auglýsingarinnar, sem var eins í öllum þremur tilvikum, var annars vegar sett frumsamið lag sem samsvaraði vörumerkinu, hins vegar lag sem samsvaraði því ekki og í þriðja tilfellinu var engin tónlist. Sama lag, en í mismunandi útsetningum, var notað í báðum tilraunahópum. Þvert á niðurstöður fyrri rannsókna benda niðurstöðurnar ekki til þess að aukin skynjuð samsvörun milli tónlistar og vörumerkis auki vörumerkjavirði.

Um höfund (biographies)

Kári Kristinsson

Háskóli Íslands

Friðrik Eysteinsson

Háskóli Íslands

Niðurhal

Útgefið

15.06.2012

Hvernig skal vitna í

Kristinsson, K., Eysteinsson, F., & Halldórsdóttir, K. (2012). Áhrif tónlistar í auglýsingum á vörumerkjavirði. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 9(1), 1–14. https://doi.org/10.24122/tve.a.2012.9.1.4

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar