Áhrif tónlistar í auglýsingum á vörumerkjavirði
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2012.9.1.4Lykilorð:
Vörumerkjavirði, auglýsingar.Útdráttur
Framkvæmd var tilraun, með það að markmiði að kanna áhrif tónlistar í auglýsingum á vörumerkjavirði. Útvarpsauglýsing fyrir óþekkt vörumerki (orkudrykk sem er ekki á markaðnum á Íslandi) var útfærð á þrennan hátt. Undir tal auglýsingarinnar, sem var eins í öllum þremur tilvikum, var annars vegar sett frumsamið lag sem samsvaraði vörumerkinu, hins vegar lag sem samsvaraði því ekki og í þriðja tilfellinu var engin tónlist. Sama lag, en í mismunandi útsetningum, var notað í báðum tilraunahópum. Þvert á niðurstöður fyrri rannsókna benda niðurstöðurnar ekki til þess að aukin skynjuð samsvörun milli tónlistar og vörumerkis auki vörumerkjavirði.Niðurhal
Útgefið
15.06.2012
Hvernig skal vitna í
Kristinsson, K., Eysteinsson, F., & Halldórsdóttir, K. (2012). Áhrif tónlistar í auglýsingum á vörumerkjavirði. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 9(1), 1–14. https://doi.org/10.24122/tve.a.2012.9.1.4
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.