Ávöxtun íslenskra hlutabréfa í aðdraganda og kjölfar hruns
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2012.9.1.3Lykilorð:
Hlutabréfaverð, skilvirkni, mánaðamót, íslenskur hlutabréfamarkaður, fjármálakrísa.Útdráttur
Í fyrri rannsókn höfundar var sýnt fram á að ávöxtun hlutabréfa, sem skráð eru í Kauphöll Íslands, hafði nokkur sérkenni um mánaðamót, ársfjórðungamót og áramót. Hlutabréf hækkuðu að jafnaði umtalsvert í verði síðasta viðskiptadag mánaðar en lækkuðu svo aftur fyrsta viðskiptadag mánaðar á árunum frá 2000 til 2006. Þessi rannsókn er framhaldsrannsókn þar sem skoðað er hvort sömu einkenni komu einnig fram í aðdraganda hruns fjármálamarkaðarins, árin 2007 og 2008, eða á endurreistum fjármálamarkaði eftir hrun. Í ljós kemur að svo virðist vera þegar síðustu misserin fyrir hrun eru skoðuð en einungis veikar ef nokkrar vísbendingar eru um slíkt mynstur eftir hrun. Þá er viðfangsefnið einnig skoðað í ljósi viðamikilla gagna sem birst hafa eftir hrun um fjármögnun hlutabréfakaupa á íslenska markaðnum og kerfisbundin kaup fjármálafyrirtækja á eigin bréfum og hlutabréfum tengdra fyrirtækja.Niðurhal
Útgefið
15.06.2012
Hvernig skal vitna í
Magnússon, G. (2012). Ávöxtun íslenskra hlutabréfa í aðdraganda og kjölfar hruns. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 9(1), 15–31. https://doi.org/10.24122/tve.a.2012.9.1.3
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi

Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.