Mat á efra stigs staðgöngubjaga í verðbólgumælingum á Íslandi

Höfundar

  • Bjarni V. Halldórsson
  • Oddgeir Á. Ottesen
  • Stefanía H. Stefánsdóttir

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2011.8.1.5

Lykilorð:

Vísitala neysluverð, verðbólga, staðgöngubjagi, miðársvísitölur, Marshall-Edgeworth-vísitala.

Útdráttur

Staðgöngubjagi stafar af því að neysluhegðun breytist frá þeim tíma sem líður frá því að vogir neyslukörfu eru metnar og fram að notkun hennar við verðbólgumælingu. Neyslukannanir sem liggja til grundvallar mati á vogum 2/3 hluta neyslukörfunnar eru að meðaltali 3¼ ára gamlar við mælingu verðbólgu. Stafar aldur þeirra að mestu leyti af sofnunar- og úrvinnslutíma gagna, en vogir neyslukörfunnar eru uppfærðar árlega. Í þessari rannsókn er bjagi metinn fyrir þann hluta neyslukörfunnar sem byggir á neyslukönnunum. Með sögulegum gögnum berum við saman verðbólgutölur Hagstofunnar við verðbólgutölur sem fást með notkun einfaldrar útfærslu af Marshall-Edgeworth-vísitölunni sem er að meðaltali samtímamæld. Okkar mat á staðgöngubjaga í verðbólgumælingum á Íslandi er 0,3% á ári (0,45% í 2/3 af neysluvísitölunni). Matið á bjaganum er hærra en fengist hefur í sambærilegum rannsóknum erlendis. Mat á verðbólgu með árlegri uppfærslu voga reyndist svipað og mat á verðbólgu með vogum sem uppfærðar voru á fimm ára fresti.

Um höfund (biographies)

Bjarni V. Halldórsson

Háskólinn í Reykjavík

Oddgeir Á. Ottesen

Fjármálaeftirlitið

Niðurhal

Útgefið

15.06.2011

Hvernig skal vitna í

Halldórsson, B. V., Ottesen, O. Á., & Stefánsdóttir, S. H. (2011). Mat á efra stigs staðgöngubjaga í verðbólgumælingum á Íslandi. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 8(1), 1–12. https://doi.org/10.24122/tve.a.2011.8.1.5

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar