Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi

Höfundar

  • Þröstur Olaf Sigurjónsson
  • Auður Arna Arnardóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2011.8.1.4

Lykilorð:

Einkavæðing, afnám regluverks, rekstrarárangur.

Útdráttur

Reglulega kemur upp umræða um það hvort ríkið sé heppilegri eigandi fyrirtækja en einkaaðilar. Í kjölfar fjármálahrunsins haustið 2008 hefur slíka umræðu borið á góma. Spurningunni um hvort ríkið sé heppilegur eigandi verður ekki svarað nema með því að leggja mat á árangur fyrri einkavæðingar. Þessi rannsókn greinir breytingar á rekstri íslenskra ríkisfyrirtækja sem einkavædd voru á árunum 1992?2005. Deildar meiningar eru um vinnubrögð í einkavæðingarferlinu sem viðhaft var á þessu tímabili og hefur einkavæðingu íslensku ríkisbankanna helst verið gerð skil. Sú rannsókn sem hér er birt greinir frá rekstri einkavæddu fyrirtækjanna, fyrir og eftir einkavæðingu, en ekki er gerð tilraun til þess að lýsa einkavæðingarferli þeirra. Helstu niðurstöður eru þær að ekki er marktækur munur á rekstri fyrirtækjanna fyrir og eftir einkavæðingu. Reksturinn er skilvirkur bæði fyrir og eftir einkavæðingu. Samanburðarhópur einkafyrirtækja sýnir hins vegar marktækan bata í rekstri einkafyrirtækja í kjölfar einkavæðingar ríkisfyrirtækjanna.

Um höfund (biographies)

  • Þröstur Olaf Sigurjónsson
    Háskóli Íslands
  • Auður Arna Arnardóttir
    Háskóli Íslands

Niðurhal

Útgefið

15.06.2011

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar