Er samkvæmni í árangri verðbréfasjóða?
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2010.7.1.6Lykilorð:
Verðbréfasjóðir, samkvæmni í árangri.Mutual Funds, Performance Persistence.Útdráttur
Í þessari rannsókn er skoðað hvort samkvæmni sé yfir tíma í árangri við stjórnun íslenskra verðbréfasjóða. Byggt er á gögnum fyrir árin 1998 til 2005 yfir nær alla sjóði sem störfuðu á tímabilinu. Þrenns konar aðferðum er beitt til að skoða hvort ávöxtun eitt ár hefur forspárgildi fyrir árið á eftir. Niðurstaða rannsóknarinnar er að fyrri árangur við stjórnun sjóðanna virðist ekki vera góð vísbending um framtíðarárangur. Þó sjást einhver merki um samkvæmni eða ósamkvæmi milli tímabila þegar einstakar tegundir verðbréfasjóða eru skoðaðar. Þannig er jákvætt samband á milli fyrri árangurs og framtíðarárangurs hjá sjóðum sem fjárfesta í erlendum hlutabréfum en neikvætt hjá innlendum hlutabréfasjóðum. Í báðum tilfellum er sambandið þó veikt og getur átt sér ýmsar skýringar.Niðurhal
Útgefið
16.01.2018
Hvernig skal vitna í
Magnússon, G., Benediktsson, H. C., & Sigurðsson, K. (2018). Er samkvæmni í árangri verðbréfasjóða?. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 7(1), 97–114. https://doi.org/10.24122/tve.a.2010.7.1.6
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.