Hversu vel tekst til með verðbólguspár greiningardeilda?

Höfundar

  • Katrín Ólafsdóttir
  • Kári Sigurðsson

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2010.7.1.3

Lykilorð:

Vísitala neysluverðs, spár.

Útdráttur

Í rannsókn þessari er metinn árangur fjögurra aðila í gerð mánaðarlegrar verðbólguspár á árunum 2000 til 2006. Flestar spárnar eru nokkuð svipaðar og í þeim er verðbólga að meðaltali vanmetin um tvo til sex punkta. Ekki mælast tölfræðilega marktæk tengsl milli þess hversu áreiðanlegar spárnar eru eftir tímabilum, þ.e. aðili sem spáir vel einn mánuðinn er ekki líklegri en annar til að spá vel í næsta mánuði. Við upphaf hvers mánaðar spá aðilar á markaði fyrir um verðbólgumælingu Hagstofunnar í viðkomandi mánuði en á rannsóknartímanum birti Hagstofan verðbólgumælingu í kringum 10. hvers mánaðar. Oftast eru spárnar betri en verðbótaþátturinn sem notaður var til að uppreikna verðtryggingu íslenskra skuldabréfa í upphafi mánaðar áður en verðbólgumæling Hagstofunnar birtist. Í greininni er kannað hvort hægt sé að færa sér þetta í nyt með skuldabréfaviðskiptum samkvæmt verðbólguspá áður en verðbólgumæling Hagstofunnar birtist. Lítil von er um að slík viðskipti skili hagnaði sökum viðskiptakostnaðar.

Um höfund (biographies)

Katrín Ólafsdóttir

Háskólinn í Reykjavík

Kári Sigurðsson

Háskólinn í Reykjavík

Niðurhal

Útgefið

15.06.2010

Hvernig skal vitna í

Ólafsdóttir, K., & Sigurðsson, K. (2010). Hversu vel tekst til með verðbólguspár greiningardeilda?. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 7(1), 41–54. https://doi.org/10.24122/tve.a.2010.7.1.3

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)