Tveir vinnumarkaðir og hrun: Áhrif á upplifun og hegðun starfsmanna
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2010.7.1.1Lykilorð:
Viðhorf starfsfólks, einkafyrirtæki, opinberar stofnanir, efnahagslægð.Útdráttur
Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort efnahagshrunið og efnahagslægðin sem hófst á Íslandi haustið 2008 hafi haft áhrif á starfstengd viðhorf og hegðun starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði, og hvort áhrifin séu þau sömu hjá starfsmönnum einkafyrirtækja og starfsmönnum opinberra stofnana. Byggt er á gögnum sem safnað var frá 3.083 starfsmönnum 59 fyrirtækja og stofnana 2007/2008 og 772 starfsmönnum 18 fyrirtækja og stofnana 2009. Niðurstöður benda til þess að heildarupplifun starfsfólks á vinnumarkaði hafi breyst á mismunandi hátt eftir geirum atvinnulífsins. Viðhorf og hegðun starfsmanna einkafyrirtækja voru mun jákvæðari fyrir hrun, en eftir hrun hefur dregið saman með opinbera geiranum og einkageiranum. Heildarupplifun starfsfólks einkafyrirtækja stendur í stað, en starfsfólk opinberra stofnana er jákvæðara í afstöðu sinni til starfs og vinnuveitanda.Niðurhal
Útgefið
15.06.2010
Hvernig skal vitna í
Einarsdóttir, A., & Bjarnadóttir, Ásta. (2010). Tveir vinnumarkaðir og hrun: Áhrif á upplifun og hegðun starfsmanna. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 7(1), 1–20. https://doi.org/10.24122/tve.a.2010.7.1.1
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.