Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Höfundar

  • Ingi K. Pálsson
  • Katrín Ólafsdóttir
  • Kári Sigurðsson

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2008.6.1.2

Lykilorð:

Samrunar, yfirtökur, atburðarrannsókn (e. event study).

Útdráttur

Grein þessi fjallar um skammtímaviðbrögð hlutabréfamarkaðarins við tilkynningu á yfirtökum og samrunum í Kauphöll Íslands á tímabilinu 1996-2005. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að skammtímaáhrif á hlutabréfaverð þess fyrirtækis sem eftir stendur þegar yfirtaka eða samruni hefur átt sér stað séu almennt lítil og leiði jafnvel til lækkunar á hlutabréfaverði þess fyrirtækis. Undantekningin virðist vera dálítil hækkun þegar um er að ræða minni fyrirtæki. Rannsókn þessi leiðir í ljós að hlutabréfaverð á íslenskum markaði hækkar um tæp 7% þegar um meiriháttar yfirtöku eða samruna er að ræða en breytist ekki við minniháttar yfirtöku eða samruna.

Um höfund (biographies)

Ingi K. Pálsson

SPRON

Katrín Ólafsdóttir

Háskólinn í Reykjavík

Kári Sigurðsson

Háskólinn í Reykjavík

Niðurhal

Útgefið

15.06.2008

Hvernig skal vitna í

Pálsson, I. K., Ólafsdóttir, K., & Sigurðsson, K. (2008). Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 6(1), 3–30. https://doi.org/10.24122/tve.a.2008.6.1.2

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)