Eru íslenskir verðbréfasjóðir með alþjóðlega fjárfestingarstefnu samkeppnishæfir við sambærilega erlenda sjóði?

Höfundar

  • Guðmundur Pálsson
  • Kári Sigurðsson
  • Sigurður G. Gíslason

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2008.6.1.1

Lykilorð:

Verðbréfasjóðir, árangursmælingar.

Útdráttur

Þessi grein fjallar um hvort íslenskir verðbréfasjóðir með alþjóðlega fjárfestingarstefnu séu samkeppnishæfir við sambærilega erlenda sjóði. Niðurstöður benda til þess að svo sé. Í fyrsta lagi skila íslensku sjóðirnir örlítið hærri meðalávöxtun en árangur sjóðanna er svipaður þegar búið er að leiðrétta fyrir áhættu. Íslensku sjóðirnir taka almennt meiri heildaráhættu en þeir erlendu og skýrist sá munur eingöngu af kerfisbundinni áhættu. Í öðru lagi eru ekki vísbendingar um að íslensku sjóðunum sé lokað vegna lélegs árangurs líkt og þekkist í Bandaríkjunum. Ekki eru heldur afgerandi vísbendingar um að nöfnum íslensku sjóðanna sé breytt í kjölfar lélegs árangurs. Í þriðja og síðasta lagi bera íslensku sjóðirnir lægri inn- og útgöngukostnað samanborið við þá erlendu en umsýsluþóknun er svipuð.

Um höfund (biographies)

Guðmundur Pálsson

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

Kári Sigurðsson

Háskólinn í Reykjavík

Sigurður G. Gíslason

Glitnir

Niðurhal

Útgefið

15.06.2008

Hvernig skal vitna í

Pálsson, G., Sigurðsson, K., & Gíslason, S. G. (2008). Eru íslenskir verðbréfasjóðir með alþjóðlega fjárfestingarstefnu samkeppnishæfir við sambærilega erlenda sjóði?. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 6(1), 31–56. https://doi.org/10.24122/tve.a.2008.6.1.1

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar