Ávöxtun íslenskra hlutabréfa á uppgjörstíma
DOI:
https://doi.org/10.24122/tve.a.2006.4.1.4Lykilorð:
Hlutabréfaverð, skilvirkni, mánaðamót, íslenskur hlutabréfamarkaður.Útdráttur
Ávöxtun hlutabréfa, sem skráð eru í Kauphöll Íslands, hefur nokkur sérkenni um mánaðamót, ársfjórðungamót og áramót. Hlutabréf hækka að jafnaði umtalsvert í verði síðasta viðskiptadag mánaðar en lækka svo aftur fyrsta viðskiptadag mánaðar. Þessi sérkennilega verðþróun kemur skýrar fram við ársfjórðungamót en önnur mánaðamót og skýrast við áramót. Vel er þekkt erlendis úr fyrri rannsóknum að ávöxtun hlutabréfa er sérkennileg við mánaðamót en mynstur eins og það íslenska virðist þó ekki algengt. Ein skýring þessa mynsturs getur verið sú að aðilar á markaðinum sjái sér hag í að ýta verði hlutabréfa upp rétt fyrir uppgjörstíma. Verðþróun innan dags er þó ekki með þeim hætti sem við væri að búast ef sú væri raunin. Önnur hugsanleg skýring er að einhverjir markaðsaðilar sjái sér hag í að auka vægi hlutabréfa í söfnum sínum á þessum tímamótum.Niðurhal
Útgefið
15.06.2006
Hvernig skal vitna í
Magnússon, G. (2006). Ávöxtun íslenskra hlutabréfa á uppgjörstíma. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 4(1), 87–113. https://doi.org/10.24122/tve.a.2006.4.1.4
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.