Eru endurskoðendur reiðubúnir fyrir sjálfbærniskýrslur?

Höfundar

  • Eyþór Ívar Jónsson
  • Jón Snorri Snorrason

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.2.6

Lykilorð:

Sjálfbærni; endurskoðun; stofnanafræði; tilskipun ESB.

Útdráttur

Þessi rannsókn kannar stöðu þekkingar íslenskra endurskoðenda fyrir innleiðingu sjálfbærniskýrslugerðar í ljósi nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins (CSRD) og innleiðingu evrópsku sjálfbærniskýrslustaðla (ESRS). Í samstarfi við Félag löggiltra endurskoðenda var gerð könnun árið 2022, sem leiddi í ljós að íslenskir endurskoðendur voru ekki vel upplýstir um átta viðurkennda sjálfbærnistaðla. Niðurstöðurnar benda til takmarkaðrar reynslu endurskoðenda af sjálfbærniskýrslugerð, sem gæti kallað á frekari menntun og þjálfun fyrir innleiðingu. Með samanburði við niðurstöður frá Bandaríkjunum kemur í ljós að takmörkuð þekking endurskoðenda á sjálfbærniskýrslum og stöðlum er ekki einungis íslenskt fyrirbæri. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þekkingaryfirfærslu og stofnanafræðilegrar nálgunar til að tryggja að endurskoðendur verði betur í stakk búnir til að mæta nýjum kröfum.

Um höfund (biographies)

Eyþór Ívar Jónsson

Forseti Akademías.

Jón Snorri Snorrason

Dósent við Háskólann á Bifröst.

Niðurhal

Útgefið

19.12.2024

Hvernig skal vitna í

Jónsson, E. Ívar, & Snorrason, J. S. (2024). Eru endurskoðendur reiðubúnir fyrir sjálfbærniskýrslur?. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 21(2), 103–118. https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.2.6

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar