Innleiðing lagaskyldu um sjálfbærniupplýsingar: Reynslan af löggjöfinni, helstu drifkraftar sjálfbærniupplýsinga og áhrif þeirra á starfsemi og rekstur fyrirtækja

Höfundar

  • Ingi Poulsen
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.1.3b

Lykilorð:

Stjórnarhættir fyrirtækja; ófjárhagslegar upplýsingar; sjálfbærniupplýsingar; lög og reglur; leiðbeiningar um stjórnarhætti.

Útdráttur

Á árinu 2016 var ákvæði 66. gr. d. bætt við lög um ársreikninga nr. 3/2006 en með ákvæðinu var fyrirtækjum af ákveðinni gerð og stærð gert skylt að greina frá umfangsmiklum ófjárhagslegum upplýsingum í ársreikningum sínum. Með ákvæðinu var innleidd tilskipun Evrópusambandsins um ófjárhagslegar upplýsingar og upplýsingar um fjölbreytileika nr. 2014/95/EB. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á þá reynslu sem hlotist hefur af lagasetningunni. Þá leitast rannsóknin við að greina þau áhrif sem löggjöfin hefur haft á íslensk fyrirtæki í samhengi við aðra áhrifaþætti sem gegna hlutverki í sjálfbærnivegferð fyrirtækja. Með því er leitast við að varpa ljósi á helstu þætti sem kunna að hafa þýðingu fyrir gæði og umfang sjálfbærniupplýsinga enda veitir löggjöfin fyrirtækjum umtalsvert sigrúm í upplýsingagerðinni. Á grundvelli þessa markmiðs leitast rannsóknin við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er upplifun sérfræðinga sem vinna að gerð og miðlun sjálfbærniupplýsinga af innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um ófjárhagslega upplýsingagjöf, hvaða áhrif hefur hún haft á starfsemi íslenskra fyrirtækja og hvaða aðrir áhrifaþættir og hvatar hafa þýðingu gagnvart umfangi og gæðum sjálfbærniupplýsinga þeirra? Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að íslensk fyrirtæki séu aftarlega á merinni í alþjóðlegum samanburði. Lög hafa hjálpað til að setja sjálfbærni á dagskrá en hafa ekki lykilþýðingu við ferli upplýsingagjafar í dag. Margvíslegir hvatar og áhrifaþættir hafa áhrif á sjálfbærniupplýsingar fyrirtækja, umfram annað þrýstingur frá haghöfum. Miðlun sjálfbærniupplýsinga hefur þó margvísleg bein og óbein áhrif á rekstur og starfsemi fyrirtækja.  

Um höfund (biographies)

Ingi Poulsen

Lögmaður og sáttamiðlari.

Þröstur Olaf Sigurjónsson

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

13.06.2024

Hvernig skal vitna í

Poulsen, I., & Sigurjónsson, Þröstur O. (2024). Innleiðing lagaskyldu um sjálfbærniupplýsingar: Reynslan af löggjöfinni, helstu drifkraftar sjálfbærniupplýsinga og áhrif þeirra á starfsemi og rekstur fyrirtækja. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 1(21), 37–52. https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.1.3b

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar