Viðhorf endurskoðenda til endurskoðunarnefnda

Höfundar

  • Einar Guðbjartsson
  • Eyþór Ívar Jónsson
  • Jón Snorri Snorrason

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2023.20.2.6

Lykilorð:

Gagnsæi; traust; endurskoðendur; stjórnarhættir; endurskoðunarnefndir.

Útdráttur

Í lögum um ársreikninga nr. 3/2006 er kveðið á um að stjórn viðkomandi einingar sem tengist almannahagsmunum skipi nefndarmenn í endurskoðunarnefnd. Endurskoðunarnefnd fer með hluta af þeim verkefnum sem stjórn hafði áður á sínu borði sem á að tryggja gæði og áreiðanleika fjárhagsupplýsinga, hvort heldur er um að ræða skýrslur til stjórnenda félagsins eða til hagsmunaaðila utan félagsins. Tilvist endurskoðunarnefnda tengist því beint góðum stjórnarháttum. Starfsumhverfi endurskoðunarnefnda hafa hins vegar verið lítið rannsakað á Íslandi jafnvel þó að þær gegni mikilvægu hlutverki í stjórnarháttum fyrirtækjum. Endurskoðunarnefndir fara með störf sem stjórnir fyrirtækja höfðu áður á sínu borði.

Greinin byggir á tveimur rannsóknum, annars vegar frá 2018 og hins vegar frá 2022 þar sem ytri endurskoðendur voru þátttakendur í spurningakönnun og í rýnihópi. Sambærileg samanburðarrannsókn hefur ekki verið gerð áður á Íslandi, þar sem umhverfið er endurskoðunarnefndir. Samanburðarrannsókn þessi felur í sér viðhorf ytri endurskoðenda til endurskoðunarnefnda t.d. hvort endurskoðunarnefndir hafi aukið gagnsæi og traust á fjárhagsupplýsingum fyrirtækja, að mati þátttakenda. Þátttakendur ræða m.a. hugtökin traust og gæði í samhengi við starfssvið endurskoðunarnefnda. Jafnframt er rætt um undirbúning nefndarmanna fyrir fundi, umræður og virkni þeirra og síðast en ekki síst um ábendingar og framlag til bættrar ytri endurskoðunar. Rannsóknarspurningin sem unnið er með er hvort viðhorf endurskoðenda til endurskoðunarnefnda 2022 hafi breyst frá 2018 og leitað mögulegra skýringa

Samanburður á niðurstöðum þessara tveggja rannsókna, 2018 og 2022, bendir til þess að breytingar séu á viðhorfi ytri endurskoðenda til verklags endurskoðunarnefnda. Til að rýna í einstök atriði, eins og sérþekkingu, gagnsæi og traust, var fenginn rýnihópur úr hópi þátttakenda í könnuninni 2022. Niðurstöður rannsóknanna tveggja er jákvætt viðhorf gagnvart starfsemi endurskoðunarnefnda. Í báðum rannsóknunum töldu 35-40% þátttakenda að mest vantaði sérþekkingu er tengist reikningsskilum og endurskoðun.

Um höfund (biographies)

Einar Guðbjartsson

Dósent við Háskóla Íslands.

Eyþór Ívar Jónsson

Forseti Akademías.

Jón Snorri Snorrason

Dósent við Há´skólann á Bifröst.

Niðurhal

Útgefið

19.12.2023

Hvernig skal vitna í

Guðbjartsson, E., Jónsson, E. Ívar, & Snorrason, J. S. (2023). Viðhorf endurskoðenda til endurskoðunarnefnda. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 20(2), 101–118. https://doi.org/10.24122/tve.a.2023.20.2.6

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.