Samskiptafærni stjórnenda ríkisstofnana: Upplifun, reynsla og þarfir starfsfólks af samskiptum við stjórnendur

Höfundar

  • Helga Kristín Gestsdóttir
  • Inga Jóna Jónsdóttir

DOI:

https://doi.org/10.24122/tve.a.2023.20.2.4

Lykilorð:

Samskiptafærni stjórnenda; stjórnendur ríkisstofnana; starfsmannamál; upplýsingamiðlun.

Útdráttur

Skortur á samskiptum og samskiptavandi innan skipulagsheilda getur haft slæmar afleiðingar í för með sér, eins og að stuðla að minni afköstum starfsfólks, neikvæðri vinnutengdri streitu og aukinni starfsmannaveltu. Ítrekað hefur verið bent á af fræðimönnum að samskiptafærni stjórnenda sé lykilatriði þegar kemur að farsælli stjórnun og til að ná árangri innan skipulagsheilda. Mikilvægt er að stjórnendum takist, með viðeigandi samskiptamáta, að hrífa starfsfólk í ákveðna átt sem ýtir undir að markmiðum sé náð. Tilgangur þessarar rannsóknar er að bæta við og styrkja enn frekar rannsóknir sem gerðar hafa verið á stjórnun ríkisstofnana. Markmiðið er að öðlast djúpan skilning á upplifun, reynslu, viðhorfum og þörfum starfsfólks ríkisstofnana þegar kemur að samskiptum við stjórnendur. Framlag rannsóknarinnar getur nýst stjórnendum til að rýna í samskiptafærni sína og stjórnunarstíl til að aðlaga hann enn betur að þörfum starfsfólks. Notast var við eigindlega aðferðarfræði. Tekin voru átta viðtöl við starfsfólk fjögurra ríkisstofnana. Niðurstöður gefa skýrar vísbendingar um að margt megi bæta hvað varðar samskiptafærni stjórnenda ríkisstofnana. Upplýsingaflæði þarf að vera markvissara og ná til alls starfsfólks og huga þarf sérstaklega að upplýsingagjöf í breytingarferli. Ákvarðanataka þarf að vera skilvirkari og gefa þarf ákveðið ákvarðanatökuumboð til stjórnenda á neðri stjórnstigum. Bæta þarf hvernig stjórnendur nýta samskiptahluta stjórnunarstarfsins til að fylgjast með frammistöðu starfsfólks, veita aðhald og lesa og greina starfsmannahópinn. Auk þess má bæta hvort og hvernig stjórnendur taka á erfiðum málum. Með því að huga að þessum þáttum geta stjórnendur stuðlað að auknum árangri skipulagsheilda.

Um höfund (biographies)

Helga Kristín Gestsdóttir

Iðjuþjálfi og verkefnastjóri á Ráðgjafar- og greiningarstöð.

Inga Jóna Jónsdóttir

Dósent við H´´askóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

19.12.2023

Hvernig skal vitna í

Gestsdóttir, H. K., & Jónsdóttir, I. J. (2023). Samskiptafærni stjórnenda ríkisstofnana: Upplifun, reynsla og þarfir starfsfólks af samskiptum við stjórnendur. Tímarit Um viðskipti Og efnahagsmál, 20(2), 51–70. https://doi.org/10.24122/tve.a.2023.20.2.4

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar